Blæðingar með litlu millibili?

Sæl, ég er orðin 18 ára gömul og tíðahringurinn minn hefur ALLTAF verið reglulegur og svo núna fyrir stuttu byrjaði ég 10 dögum fyrr á blæðingum, ég ákvað að spá ekkert í þessu útaf ég hélt kannski að þetta væri bara útaf stressi eða eitthverju svoleiðis. Svo núna gerðist þetta aftur, og núna 11 dögum fyrr! Ég hef ekkert verið minna stressuð andlega undanfarið heldur en ég hef verið seinustu mánuði, þannig ég er búin að vera spyrjast fyrir hjá vinkonum mínum, en þær hafa aldrei lent í þessu. Nema bara milliblæðingum, og þetta er ekki það því ég er ekki á pillunni. Hvað á ég að gera og hver gæti orsökin fyrir þessu verið?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Óregla á blæðingum getur komið fyrir hjá öllum konum og ekki alltaf hægt að fá skýringu á því. Ef þú ert í vafa eða líður illa með þetta þá er um að gera að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni og fá skoðun og fullvissu um að allt sé eins og það á að vera

Gangi þér vel