Blæðingar eftir langt stopp

Góðan dag. Mig langar að spyrja hvað geti verið í gangi þegar blæðingar verða eftir 2ja ára stopp. Semsagt er 45 ára og er/var hætt með blæðingar. Engar getnaðarvarnir notað í 8 ár, þannig að þetta er ekki blæðingastopp vegna getnaðarvarnasprautu eða annarra „lyfja“

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Talað er um að tíðahvörf séu formleg þegar blæðingar hafa ekki átt sér stað í 12 mánuði. Ef blæðingar hefjast aftur eftir það ber að leita til læknis og fá skoðun hjá honum. Ég hvet þig til að leita til þíns heimilis-eða kvensjúkdómalæknis með þetta vandamál.

 

Með ósk um gott gengi