Blæðingar eftir kynlíf

Hæhæ, ég er 16 ára, að verða 17 í ár og ég er búin vera stunda samfarir næstum því reglulega síðan í lok Janúar. En það skrítna er það að það blæddi aldrei hjá mér fyrr en eftir að ég byrjaði að nota pilluna og einnig fylgdu óþægindi með þá. Er þetta eðlilegt eða ætti ég að hafa samband við lækni?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Blæðingin er líklega annað hvort vegna þess að slímhúðin í leggöngunum hefur rofnað vegna „ofálags“ og „ertingar“ og þá þarf bara að hvíla í nokkra daga og jafna sig. Hinn möguleikinn er að um milliblæðingar séu að ræða sem eru ekki óalgengar þegar byrjað er á pillunni. Það ætti að ganga yfir á nokkrum mánuðum.

Ef þú ert í vafa, blæðingin er mikil eða slæmir verkir skaltu hafa samband við lækni.

Gangi þér vel