Blæðingar á meðan egglos er

Góðan dag

Ég hef seinustu mánuði verið á töluvert miklum blæðingum á meðan egglos er og dögunum í kring, er það eðlilegt ? Ég er ekki á pillunni.

Kveðja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina. 

 

Sumar konur finna fyrir vægum verkjum við egglos og smá blæðingu. Þar sem þú talar um töluverðar blæðingar mæli ég með því að þú leitir til kvensjúkdómalæknis og látir skoða þetta.

 

Bestu kveðjur

Arndís Sverrisdóttir

hjúkrunarfræðingur