blæðingar á breytingaskeiði

Góðan dag, ég hef verið á breytingarskeiði í nokkra mánuði og hef ekki farið á blæðingar í 7 mánuði c.a hef verið að taka Femarelle í 2 mánuði og byrjaði að fá blæðinar allt í einu er þetta eðlilegt eða þarf ég að hafa áhyggjur af þessu ?,Kveðja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það getur verið fullkomlega  eðlilegt að talsverð truflun verði á blæðingum á breytingarskeiðinu, það verður lengra á milli , blæðir meira og lengur þegar svo blæðingar verða og smám saman dregur úr fjölda skipta þangað til þær hætta alveg.

Ef þú hefur áhyggjur, blæðingarnar hálda áfram eða eru miklar skaltu ráðfæra þig við kvensjúkdómalækni og mundu að fara reglulega í krabbameinsskoðun.

Gangi þér vel