Blæðingar

Ég er 62 ára hætti á blæðingum fyrir ca 10 árum en nú blæðir aðeins , mjög skrítið, er þetta eðlilegt eða á ég að bregðast við ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Almenna reglan er sú að ávalt skal skoða ástæðu blæðinga eftir tíðarhvörf. Því hvet ég þig til að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni.

Gangi þér vel