Blæðingar

Hæ hæ, er búin að vera með undarlegar blæðingar síðustu mánuði.
Þannig er mál með vexti að ég missti fóstur fyrir alveg hálfu ári en það var allskonar vesen sem fylgdi því, fóstrið vildi bara ekki fara en var alveg hjá læknum og allt átti að hafa skilað sér.
Síðan þá hafa blæðingarnar alltaf verið á réttum tíma, en ég nota túrtappa og það er virkilega eins og ég setji bara tappa fyrir það kemur ekkert í hann en svo ef ég skipti og nota bindi er ég alveg fossandi, líkt og bara þegar ég missti.
Geta blæðingar verið svona lengi að jafna sig og á ég ekki að nota tappana ? Eða kannski fara í enn fleiri læknatíma ?
Fyrir fram þakkir !

 

Sæl

Takk fyrir fyrirspurnina

Leitt að heyra með fósturmissinn. Það er oft ekki ráðlagt að nota túrtappa stuttu eftir fósturmissi vegna sýkingarhættu. Myndi ráðleggja þér frekar að nota bindi, sérstaklega ef þú ert að lenda í að blæðingar stoppi vegna notkun þeirra.

Ef þú hefur áhyggjur af þessu þá hvet ég þig eindregið til þess að leita til kvensjúkdómalæknis.

 

Gangi þér vel