Blæðing eftir kynlíf

Heil og sæl
Ég fór í legnám fyrir 4 mánuðum síðan. Stundaði ekki kynlíf fyrstu 8 vikurnar. Eftir að við hjónin fórum að stunda aftur kynlíf þá var það mjög fínt og ég fann enga breytingu en núna er farið að blæða pínu litið strax eftir á. Þetta er ekki fersk blæðing eins og þegar ég fór á blæðingar og þetta hættir strax. Það er alls ekki vont að stunda kynlíf og nýt èg þess mjög mikið.
Þarf ég að hafa áhyggjur af þessu ?
Bkv ein áhyggjufull

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að meta hversvegna það blæðir frá leggöngunum eftir kynlíf.  Nú veit ég ekki hvort aðgerðin var framkvæmd með kviðarholsskurði eða í gegnum leggöng en brúnleit útferð getur varað í nokkrar vikur eftir aðgerð. Mér heyrist þú hafa fylgt þeim leiðbeiningum sem læknirinn gaf þér og þú sért búin að fara í efirfylgt en ég ráðlegg þér að panta tíma hjá honum aftur og fara yfir þessi mál.

Gangi þér vel.