Bjúgur á fótum

Ég er 75 ára eftir hátíðarnar hefur verið bjúgur á fótum hef lítið getað gengið úti er eitthvað sem ég get drukkið eða borðað sem gæti virkað ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Til að losna við bjúg er best að greina orsök bjúgsöfnunar og vinna út frá henni. Líklega hefur mataræðið um jólin haft eitthvað að segja því t.d. getur saltað og reykt kjöt aukið bjúgmyndun. Hafir þú ekki fengið bjúg á fætur áður er mikilvægt að ræða við heimilislækni til að finna út hvað sé að valda þessu núna, sé þetta þekkt vandamál að þá er best að heimilislæknir stjórni og bæti við meðferð. Það eru til vatnslosandi drykkir eða te en maður vill fara varlega í það, því svoleiðis drykkir hafa mismunandi áhrif á hvern og einn. Læt fylgja með smá lesefni um bjúgsöfnun og vatnslosandi efni.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.