Bjúgur

Ég er búinn að nota bjúglosandi töflur í 30 ár nú verð ég að hætta því veggna versnandi starsemi nýrna
enn þá er farinn að safnast á mig bjúgur aftur. Ég er hættur að nota salt í matinn er eitthvað fleira se ég get gert til að draga úr bjúgsöfnun.

kveðja

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég nota hér áður birt svar sem ætti að gagnast þér:

Bjúgur er vökvasöfnun sem getur ýmist verið staðbundin eða útbreidd um líkamann. Bjúgur er ekki sjúkdómur í sjálfu sér heldur einkenni einhvers kvilla. Bjúgur myndast þegar bláæðar halda ekki sama rennslishraða og slagæðar svo að blóðrennsli að líkamshluta er meira en blóðflæði frá honum. Orsakir þessa geta m.a. verið langstöður sem valda bólgum í fótum eða ökklum, þröngur fatnaður, linir vöðvar í fótum, sérstaklega kálfum, mikil saltneysla, heitt veðurfar, sum lyf, hungur og vannæring, æðahnútar, fyrirtíða einkenni, þungun, tíðablæðingar, notkun getnaðarvarnalyfja, offita, lifrasjúkdómar, hjartasjúkdómar og fl. Ég ráðlegg þér  að panta þér tíma hjá heimilislækni og fá  hjá honum góða skoðun. Besta meðferð við bjúg er að greina orsök hans og meðhöndla hana.

Gangi þér vel