Bati vöðva eftir æfingu

Góðan dag, ég er hjartaþegi og einnig með skerta nýrnastarfsemi. Ég er mjög lengi að jafna mig eftir æfingar svo ég spyr því hvort efni eins og kreatín eða glútamín séu æskileg. Eða önnur efni sem hraða á bata eftir æfingar. Ég hef notað þessi efni áður en ég lenti í öllum mínum hremmingum og var bæði í fótbolta þegar ég var yngri og stundaði svo lyftingar þegar ég varð eldri. Mér finnst ég vera nokkuð hress fyrir utan það að ég er lengi að jafna mig eftir æfingar. Mitt markmið er að reyna að létta mig um ca 15 kg á næstu tveimur mánuðum en þetta gerir mér erfitt fyrir. Er eitthvað sem þið getið ráðlagt mér að gera.
P.S einnig er ég slæmur í liðum eftir nokkur þvagsýrugigtarköst.
P.P.S ég leita til ykkar auk þess sem ég hef samband við mína lækna og hjúkrunarfræðinga, vil bara fá öll sjónarmið sem ég get fengið. Takk fyrir

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það e rétt að margir eru að styðjast við ýmis efni sem framleiðendur segja að geri gagn. Mörg þeirra geta hins vegar haft neikvæð áhrif á líffæri eins og lifur, nýru og jafnvel hjarta. Því ber að nota þau með mikilli varúð.

Í þínu tilfelli áttu ekki að nota neitt slíkt nema að höfðu samráði við lækni.

Gangi þér vel