Bakverkur

Ég er með verk aftan til í hægri síðu sem hemur út eins og bakverkur. Finn ekkert til er ég sit, sef og þegar ég hef staðið upp. Finn mjög mikið til þegar ég er að standaupp og einnig erfitt að beija mig.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

Ég tek því þannig að þú sért að spyrja mig hvað gæti mögulega verið að, og það er því miður mjög erfitt að svara þessari spurningu eftir þessum lýsingum, gæti verið svo margt. Ef þú ert ennþá svona mæli ég með að kíkja til læknis.

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.