Bakverkir/blöðrur á eggjastokkum

Komið þið sæl
Mig langar að vita hvort ég geti verið slæm af bakverkjum í mjóbaki ef það eru komnar blöðrur á eggjastokkana?
Ég er viðkvæm í baki og spengdir neðstu hryggjaliðirnir og er alltaf verri af verkjum vikuna sem ég er á blæðingum þannig að ég var að velta þessu fyrir mér.
Bestu þakkir

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Verkir í mjóbaki eru algengir í tenglsum við blæðingar og geta komið fram bæði áður en blæðingar byrja og meðan á þeim stendur, sérstaklega á fyrstu dögum blæðinga. Verkir tengt blæðingum eru einstaklinsbundnir en yfirleitt eru þeir hluti af eðlilegum gangi tíðarhringsins. Ef þetta er breyting frá því sem áður hefur verið hjá þér er um að gera að fá lækni til að skoða þig. Það er gott að þekkja vel sinn líkama og vita hvað það er sem orsakar verki og önnur einkenni sem eru að hrjá mann hverju sinni. Mögulega hafa stoðkerfisverkirnir þínir einhver áhrif á þetta en þar sem þetta virðist versna í hverjum mánuði í tengslum við blæðingar finnst mér líklegast að þessir verkir séu frá tíðarhringnum.

Gangi þér vel