Bakflæði, ennis og kinnholusýking

Hæ ég er 37 ára gamall karlmaður, núna síðasliðið ár hef ég verið að berjast við óþægindi í brjósti og maga. Ég hélt alltaf að ég væri að fá hjartaáfall þar sem einkennin eru svipuð. Þetta eru einkennin (stingandi verkur í brjósti, aldrei sama staðsetning en virðist núna vera oftast hægra meginn í brjóstkassa og hálfan centtimetr fyrir neðan bringubein, slen og líkamsóþægindi eins og það komi frá maga og leiði út, stundum eins og ég fái ekki nægt súrefni, kuldaköst algjörlega að ástæðulausu, ógleði eftir mat og þá sérstaklega feitan mat og ruslfæði, svimi en aðeins í mjög stutta stund, kemur upp úr maga þegar er þrýstingur t.d. þegar ég er að reyma skó). Ég er búinn að fara í ýtarlegar hjartarannsóknir, ásamt hjá hjartavernd og allt kemur eðlilega út (1% lýkur á hjartasjúkdóm, næstu 10 ára). Þannig að ég er búinn að fara til heimilislæknis og hann segir að ég sé ýmindunarveikur. Ég er búinn að vera reyna að google greina mig og eftir því sem ég best sé að þetta sé líklega bakflæði(GERD), merkilega sem ég fann að ég er búinn að vera að berjast við ennis og kynnholusýkingar í langan tíma(2 aðgerðir, stöðug notkun á avamys 2 púst í hvora nös einusinni á dag). Ég er búinn að finna greinar frá læknum sem telja að bakfæði og bólgur í kynnholum sé tengt samann. Spurningin hjá mér er sú hvort að vandamálið hjá mér gæti verið bakflæði og ef svo er hvert get ég leitað, þar sem heilsugæslulækni er ekki treystandi, vill fá sérfræðing til að skera úr um þetta. Ég er tiltölulega heilsuhraustur að öðru leiti, er 10kg í yfirþyngd sem ég er að vinna að.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú gætir  panta tíma hjá meltingarsérfræðingi og fengið úr því skorið hvort um bakflæði sé að ræða. Þú getur pantað sjálfur án tilvísunar frá heimlis/heilsugæslulækni.

Gangi þér vel