bakflæði

Hvaða lyf eru til, sem minnka sýrustig í meltingafærum. sem seld eru án lyfseðils ? takk fyrirl

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Lyfjategundirnar sem eru til sölu eru býsna margar og alltaf er úrvalið að breytast og batna. Algengustu lyfin í dag heita Omeprazol, Esomeprazol og Asýran en þau eru miklu fleiri.

Ég ráðlegg þér að spyrjast fyrir í apoteki hvað er í boði, hver munurinn sé og hvað sé hagstæðast að versla hverju sinni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur