B12 skortur

Góða kvöldið.

Mig langar að forvitnast sma varðandi með b12 skort. Þar sem eg hef loki við sprautumeðferð semsagt farið 3 skipti.

Og er að taka 1 b12 sterka og 1 b12 1000 fra now og finnst stundum eins og það se ekki að gera neitt gagn.

Getur maður orðið þunglyndur að vera með svona miklan b12 skort eða orðið eitthva skrítinn í hausnum. T.d. liður oft eins og hausinn a mer se a fullu, er alltaf ogeðslega þreytt. Dofi kemur og fer i fremsta hluta vísifingur a hægri hendi.

Eða er eg eitthva klikk.

Samt er þetta bara dagamunur a mer en buið að vera svona eftir að eg byrjaði i auka vinnu.

Er að vinna a leikskola alla virka daga og svo auka vinnu 2.2.3 plús er einstæð móðir?

Mig vantar svor og aðstoð.

Finnst eins og eg se að fara yfir um en samt ekki. Get ekki lyst þessu betur

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er greinilega mikið álag á þér og þau einkenni sem þú lýsir geta alveg tengst því að þú sért að leggja meira á þig en góðu hófi gegnir. Ég hvet þig til að skoða vel hvort þú getur skipulagt tíma þinn þannig að þú fáir meiri tíma fyrir sjálfa þig t.d. einu sinni í viku í nokkra klukkutíma þar sem þú getur hlaðið batteríin. Ég ráðlegg þér að byrja á því að athuga hvort þú getur gert þær breytingar að setja sjálfa þig aðeins framar í forgangsröðina bæði sjálfrar þín vegna og barnanna. Ef þú finnur ekki þær breytirnar á líðan sem þú óskar eftir við þetta skaltu panta þér tíma hjá lækni og fá betri skoðun. Mögulega getur verið að líðan þín orsakist að einhverju leyti að líkmalegu ójafnvæi en miðað við lýsingu þína grunar mig að streita sé stærsta vandamálið. Þú ert ekki að verða klikk, heldur er þetta leið líkamans til að senda þér skilaboð um að þú sért að ofgera honum.

Gangi þér vel