Axlaraðgerð

Ég er með algerlega ónýta öxl, sem mér hefur verið tjáð af hgl og bæklunarlækni að eina lausnin á þessu séu lið skipti. Vandamálið er aftur á móti að enginn læknir hérlendis gerir þessar aðgerðir . Getið þið bent mér á hvert ég get leitað.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ef þetta er aðgerð sem aðeins er hægt að framkvæma erlendis og er þér nauðsynleg getur  þinn læknir eða bæklunarlæknir að vísað þér áfram á sjúkrstofnun erlendis.  Þú þarft að hafa samband aftur við bæklunarlækni en hann er best tilfallinn að finna skurðlækni erlendis. Annars eru bæklunarlæknar hér sem skipta um axlarliði t.d. í Orkuhúsinu.

 

Gangi þér vel