Avena sativa og sefitude

Er í lagi að taka þessi lyf með blóðþrýstings lyfjum og er sama hvaða tegund af blóðþrýstings lyf eru notuð

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Afar mikilvægt er að ræða vel við lækni þegar verið er að ákveða lyfjagjöf og upplýsa um hvaða lyf og fæðubótarefni verið er að taka fyrir og mögulega víxlverkun þeirra.

Avena Sativa er flokkað sem fæðubótarefni og í fljótu bragði ekkert sem bendir til þess ekki megi  nota það með öðrum lyfjum. Sefitude er flokkað sem jurtalyf og samkvæmt Lyfja.is eru engar milliverkanir þekktar.

Það ætti því að vera óhætt að nota þessi efni með öðrum lyfjum en ég ítreka að best er að spyrja sinn meðhöndlandi lækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur