Aumar geirvörtur

Hæ …
Ég er búin að vera með aumar geirvörtur núna i ca 4 daga og er svona að velta fyrir mer hvað þetta gæti verið, er á hormónalykkjunni og buin að vara i ca 4 – 4 og hálft át og hef aldrei verið eitthvað aum i brjóstunum
Búin að prufa að taka 1 ólettupróf og það kom neikvætt út

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Eymsli í geirvörtum og brjóstum tengist oft hormónum í líkamanum, prógesterón hormónið eykst eftir egglos og heldur áfram að aukast fram að blæðingum.

Ef þetta er tilfallandi og farið þá er þetta líklega tengt egglosi, en ef þetta er viðvarandi skaltu heyra í þínum heimilislækni og/eða kvensjúkdómalækni.

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur