Aum í geirvörtum

Sæl, Ég er búin að vera að finna fyrir að ég er aum í geirvörtunum seinustu vikur og er búið að vera að aukast á hverjum degi. Er búin að vera að hunsa það en í kvöld var ég alveg að drepast og þá var ég komin með sár og er með þrjá svona litla lumpa á geirvörtunni vinstra megin og það lekur aðeins gröftur úr sárinu og ég er í útlöndum einmitt núna þannig get ekki farið til læknis og er ekki með neitt sótthreinsandi á mér eða plástra.
Svo eru brjóstin eins og þau séu aðeins marin og búin að stækka aðeins og vinsti geirvartan líka.

Langar endilega að vita hvort þú sért með eitthver ráð til að minnka sársauka á meðan ég er hérna úti sem að er í viku. Og endilega að vita allt sem að gæti verið að.

Kveðja G

Sæl G og takk fyrir fyrirspurnina.

Það ýmsar ástæður fyrir einkennum eins og þessum, gæti verið sýking. Þú ættir að kaupa þér verkjalyf og nota þau til að draga úr sársauka og einnig gæti kaldur bakstur hjálpað. Ef þetta versnar enn frekar eða ef þú færð hita ættir þú að leita til læknis þar sem þú ert en ég bendi þér eindregið á að leita til læknis þegar þú kemur heim.

Bestu kveðjur