Aukin munnvatnsframleiðsla

Kæri lesandi.
Vinsamlegast leiðbeindu mér.
Fyrir rúmu ári fór munnvatnsflæði í munnholi að aukast mikið. Þá kemur fram mikil þörf að kyngja oft til að halda munvatninu í skefjum. Það er stundum þykkt og vont á bragið, en yfirleitt virðist það vera „eðlilegt“ (glært) en mikið. Stundum verður þurrkur í munnholi þegar kyngingar hafa verið tíðar.
Mig langar að biðja ykkur að leiðbeina mér.
1. Hver gæti verið orsök aukins munnvatnsflæðis?
2. Gætu þessi einkenni verið fyrirboði eða fylgifiskur veikinda?
3. Hvaða læknissviðs er best að leita til?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Mikið munnvatn getur verið einkenni um ýmislegt til dæmis bakflæði og svo kvarta þungaðar konur gjarnan um aukna munnvatnsframleiðslu og tengist það líklega hormónabreytingum hjá þeim.

Oftast er þó skortur á munnvatnsframleiðslu frekar vandamál heldur en offramleiðsla.

Það að munnvatn verður þykkt og bragðvont getur verið merki um sýkingu til dæmis í munnvatnskirtlunum.

Ráðfærðu þig við heimilislækni

Gangi þér vel