Aukaverkanir Colchicine

Spurning:

Hvaða aukaverkanir fylgja lyfinu COLCHICINE frá Apóteki Landspítalans?

Kveðja.

Svar:

Algengustu aukaverkanir af Colchicine sem er tekið inn um munn eru tengdar við meltingarveginn og áhrif þess á mítósu (frumuskiptingar). Niðurgangur, ógleði, uppköst og kviðverkir eru venjulega fyrstu merki þess að eitrun eigi sér stað og hætta verði meðferð eða minnka skammta. Bæling á beinmerg með kyrningahrapi, blóðflagnafæð og vanmyndunarblóðleysi hefur komið fram við langtímameðferð en einnig hafa komið fram úttaugakvilli, vöðvakvilli, útbrot og skalli.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur.