Aukaverkanir

Er með sykursýki 2 og gengur vel að stjórna blóðsykri. Blóðþrýstingur nokkuð góður með lyfjum. Ég hef tekið Simvastatin um tíma. Ég er að velta fyrir mér hvort Simvastatin fylgi aukaverkanir. Ég hef fundið fyrir miklum slappleika þegar líður á daginn og almennri vanlíðan sem erfitt er að útskýra en maður er eiginlega ómögulegur og kemur sér ekki að neinu verki almennilega.

 

 

Takk fyrir fyrirspurnina.

Aukaverkanir af töku Simvastatin eru sjaldgæfar en samkvæmt fylgiseðli lyfsins  getur ein af aukaverkunum þess verið vöðvaverkir og eymsli, máttleysi eða krampar í vöðvum og enn sjaldgæfari eru vöðvaþrautir og verkir, eymsli, máttleysi eða krampar, dökkt þvag og eða ljósar hægðir. Við þessar aukaverkanir er mjög mikilvægt að leita til læknis til nánari greiningar. Tekið er fram að gæta skal varúðar við töku Simvastatin samhliða notkun lyfjanna verapamíl, díltíazem og amlódipín sem eru hjarta-og æðalyf.

Sjá nánar fylgiseðil Simvastatins.

Ég ráðlegg þér að fara til þín læknis með þessi einkenni.