Auka slag í hjarta

Hæhæ

Ég var í holter riti um daginn og kom það í ljós að hjartað sé að taka nokkrum sinnum auka slög, einnig að púlsinn rjúki stundum upp, þetta var mjög rólegur dagur hjá mér þegar ég var með holterinn og sýnir hann í eitt skipti að púlsinn sé um 75 og rýkur hann upp í 150…

Ætti ég að biðja um frekari rannsóknir eða er þetta alveg eðlilegt fyrir 26 ára kvk?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú hefur verið send í Holter af einhverri ástæðu af lækni og það er læknir sem fer yfir niðurstöðuna. Hann/hún á að fara yfir þessar niðurstöður með þér og útskýra fyrir þér hvað liggur að baki frávikunum og hverju þarf að bregðast við.

Hafðu samband við lækninn sem sendi þig í rannsóknina og fáðu betri útskýringar.