Augu

Góðan daginn. Mig langar að vita af hverju hvítan er oft gulleit.
kv.

Sæl/l og takk fyrir fyrispurnina.

Það að hvítan verði gulleit getur átt sér margar skýringar en oftast tengist það vanstarfsemi í  gallblöðru, lifur eða brisi en svo líka getur þetta tengst notkun fæðubótaefna. Lifrin nær ekki að hreinsa líkamann og losa hann við bilirubin sem svo safnast upp og veldur því að hvítan verður gul. Þegar gula myndast, getur guli liturinn dreifst um allan líkamann og getur valdið kláða og óþægindum einnig geta hægðir orðið ljósar og þvag dökknað. Gula getur t.d. komið vegna gallsteinamyndunar, þegar þeir stífla gallganginn eða ef einstaklingar fá lifrarbólgu. Hvítan í augunum á að vera hvít og getur guli liturinn gefið til kynna undirliggjandi vandamál sem ætíð skal skoða nánar hjá lækni.

Hægt er að finna upplýsingar á Doktor.is og svo er fín grein um þetta málefni á medicalnewstoday.com (https://www.medicalnewstoday.com/articles/321746.php)

Gangi þér vel,

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur