Augu

Góðan dagin ég er alveg gríðalega forvitin að vita eitt í sambandi við rispu á augnbotni:)
Hann pabbi minn er með rispu á augnbotni sem er búin að vera í tugi ára er orðið hægt að laga rispu á augnbotni eða er ekki hægt að laga svona skaða?? Það er orðið svo mikil framför í augnvísindum að ég varð að spurja að þassu:)

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Rispu á augnbotni finn ég engar upplýsingar um, eingöngu hrörnum eða blæðingar. Ég ráðlegg þér því að vera í sambandi við augnlækni og fá skoðun og mat á þessu vandamáli.

Gangi ykkur vel