Augnrennsli.

Eg er með mikið augnrensli úr báðum augum. Er samt að nota augndropa??

 

Sæl /ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Nú kemur ekki skýrt fram hjá þér hver spurningin er né við hverju augndroparnir þínir eru og þess vegna erfitt að svara þér.

Hugsanlega ertu að taka augndropa við einhverjum augnsjúkdómi eða vegna ofnæmis eða sýkingar.

Þar sem  þú ert með augrennsli þrátt fyrir augndropana ráðlegg ég þér að leita til þíns heimilislæknis.

Gangi þér vel.

Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

 

r