Átröskun

Góðan dag,

 

Ég á vinkonu sem glímir við átröskun og ég er búin að vera að reyna að leita mér upplýsinga um hvernig best sé að nálgast hana, ræða við hana, hvað sé til ráða þegar að hún er ekki tilbúin til þess að breyta neinu sjálf. Mér finnst erfitt að finna leiðbeiningar, upplýsingar um þetta þar sem flest allt sem ég finn á síðunni ykkar snýr að ungu fólki sem enn er á skóla aldri, um foreldra og úrræði fyrir unglinga. Mig langar því að spyrja hvort þið hafið einhverjar upplýsingar fyrir fullorðið fólk með átröskun.

Kær kveðja,

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég vil benda þér á síðuna http://www.atroskun.is/ Þar er hægt að fá frekari upplýsingar og vera í sambandi.

Svo er líka spurning hvort samtökin OA.is  geti gagnast þér.

Gangi þér vel