Að mylja lyf

Komið þið sæl. Ég á frænda sem þarf að taka lyf við geðröskun en ég hef tekið eftir að hann mylur þau alltaf því hann getur ekki gleypt töflurnar mig langaði að vita hvort þetta breiti ekki eitthvað virkninni?

 

Sæl

Það fer eftir því hvað lyf og lyfjaform er um að ræða.

Sum lyf eru til dæmis forðalyf og eiga þá helst að leysast upp í meltingarveginum en önnur skiptir engu þótt maður mylji þau.

Yfirleitt er hægt að komast að því hvort það megi mylja lyfið eða ekki á fylgiseðli lyfsins.

Stundum getur það verið ill skásti kosturinn að mylja lyfið þrátt fyrir minni verkun heldur en ef lyfið væri alls ekki tekið.

Með kveðju