Andremma lík saurlykt. Hvað veldur og hvaða lyf koma til greina.
Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir andremmu og mun ég telja hér upp nokkrar af þeim; Ýmsar matartegundir (t.d laukur, krydd, áfengi, ostur).
Tóbak
Munnþurrkur
Léleg tannhirða
Ýmis lyf
Sýking í munni eða öndunarfærum
Mikill tannsteinn og bólgið tannhold
Ýmsir sjúkdómar
Þú getur líka lesið þér betur til HÉR og HÉR
Eins og sést geta ástæðurnar verið ýmislegar og er best að skoða sjálfur hvort einhvað af ofangreindu geti átt við. Ef andremman er viðvarandi og mikil getur verið gott að fara til læknis/tannlæknis og skoða hver möguleg orsök gæti verið.
Gangi þér vel,
Rebekka Ásmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur