Andfýla

Er eitthvað hægt að gera til að laga andfýlu? Ég hef alltaf verið andfúl og ég held að það sé ekki vegna slæmrar tannhirðu, ég fer tvisvar á ári til tannlæknis og aldrei fengið athugasemd um neitt. Hins vegar kemur mjög vond lykt ef ég renni puttanum eftir aftari hluta tungunnar og þefa og ég hef lesið að lyktin aftast á tungunni sé lyktin sem fólk finnur þegar maður talar við það. Svo er ég líka með frekar stóra hálskyrtla, gætu það verið þeir sem valda þessu? Ég veit að besta ráðið væri auðvitað að fara til læknis en mér finnst það frekar vandræðalegt.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ýmislegt sem getur orsakað andfýlu eða andremmu. Ég ætla að vísa í  grein  sem áður birtist á doktor.is og vona að það komi þér að gagni

Gangi þér vel