Alovera í munnangri?

Hæ er með munnangur og vil bara spyrja þar sema Alovera er talið læknandi planta má eða er hægt að setja hana í verkin. Eða hreina Alovera drykki sem eru seldir í búð væri fínt að fá svar á morgun eða föst. kv.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Hreint aloevera má setja á slímhúðir (t.d. skinnið inní munninum)  og ef það er alveg hreint þá má borða það og þá má setja það á sár í munni. Passaðu bara að þú sért með hreint  aloe en ekki eitthvað sem búið er að blanda útí ilmefnum eða öðru slíku.

Aloe drykkir eru oft með viðbættum sykri sem getur verið næring fyrir bakteríur og því ekki gott að láta það liggja á en mjög gott að drekka það þegar maður er með sár í munni.

Gangi þér vel