Alnæmi.

Sæl verið þið. Mig langar að vita hvort maður getur farið í alnæmispróf bara si svona. Kærar þakkir.

Sæll

þú átt að geta óskað eftir því í gegnum þína heilsugæslu. Það er yfirleitt læknir sen þarf að skrifa beiðni um blóðprufu.

á heimasíðu HIVsamtakanna er hægt að finna ýmisar afar gagnlegar upplýsingar, þar á meðal þetta:

HIV-smit er greint með blóðprufu sem hægt er að taka hjá hvaða lækni sem er. Blóðprufan er ókeypis og farið er með hana í trúnaði. Smit má einnig greina með hraðgreiningarprófi en alltaf þarf að taka hefðbundið blóðpróf ef hraðgreiningarpróf gefa vísbendingu um smit. Þegar HIV kemst inn í blóðið þróar líkaminn mótefni sem hægt er að finna með HIV-mótefnamælingu allt að þremur mánuðum eftir smit. Jákvætt HIV-próf þýðir að það hafa fundist mótefni gegn HIV í blóðinu og að þú sért því HIV-smitaður. Neikvætt HIV-próf þýðir aftur á móti að þú sért ekki smitaður af HIV. Niðurstöður HIV-prófs fást nokkrum dögum eftir að blóðprufa er tekin.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur