ALLTAF svöng

Sæl/l

Ég er 16 ára stelpa og ALLTAF svöng! Ég er á heimavist þannig að ég get bara borðað 3x á dag eða þar að segja ég fæ bara morgunmat, hádeigismat og kvöldmat á vistinni en ég tek alltaf epli og perur með mér úr morgunmat og borða í 10 kaffinu og svona klukkan 4 þegar ég kem úr skólanum þannig að ég er alveg að borða bara venjulegan mat og 5x á dag. En ég er alltaf svöng og þegar ég er að borða þá hugsa ég um að ég þyrfti nú kannksi að fá mér annann disk til þess að ég verði ekki strax aftur svöng en ég fæ mér alltaf bara einn disk afþví að sama hversu marga diska ég myndi borða þá yrði ég alltaf strax aftur svöng. Ég er ekki í mikillri yfirþyngd og líður bara nokkuð vel með sjálfa mig þó að ég myndi ekki vilja vera eitthvað feitari þannig að ég er ekki bara feit stelpa að reyna að svelta mig þvert á móti!! En ég er aðeins búin að vera að reyna að lesa mig til um þetta og einhverjir segja að þetta geti tengst magabólgum og bakflæði og ég er akkurat með bakflæði, þannig að bakflæðið gæti mögulega kannksi eitthvað tengst þessu.. en er eitthvað sem ég get gert? eru til einhver lyf eða eitthvað? eða verð ég bara að vera alltaf svöng og geta ekki notið dagsins afþví að ég er alltaf að hugsa um hvenær ég fæ næst að borða afþví að það gaula bara í mér garnirnar….

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú svarar þér nú eiginlega sjálf, einkennin geta átt við um bakflæði og það er örugglega ráðlegt að fá bakflæðilyf sem hjálpa þér með þessa líðan

Gangi þér vel