alltaf með hausverk daglega hvað getur þetta eigilega verið ?

góða kvoldið eg er nanast alltaf með dundrandi hausverk og það á það til að leiða niður á hnakka gæti eg verið komin með migreni eða hvað gæti þetta verið ? þetta hefur rosaleg ahrif a daglegt lif hja mer það sem eg get varla gert eitthvað utaf verk

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þú þarft að komast að því hvað það er sem veldur því að þú færð svona oft höfuðverk og þá er hægt að vinna í því að meðhöndla orsökina. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir höfuðverkjaköstum og migrene er ein af þeim en aðrar mögulegar orsakir eru hár blóðþrýstingur og vöðvabólga. Ég ráðlegg þér að panta þér tíma hjá lækni og fá hjá honum góða skoðun sem vonandi leiðir í ljós hvert vandamálið er. Læknirinn ráðleggur þér svo með framhaldið eftir þvi hvað kemur út úr skoðuninni.

Ég set hér með grein um höfuðverk af doktor.is sem þú skalt endilega lesa.

Gangi þér vel