Aldrei veik

Hæ, mig langaði að spyrja afhverju annað fólk í kringum mig er alltaf veikt en ég hef aðeins einu sinni síðan ég man eftir mér verið veik, fyrir 14 árum þegar ég var 8 ára. Ég hef lesið á netinu að fólk sem sefur 8 tíma á dag, tekur vítamín, borðar holt verði minna veikt en ég myndi ekki segja að ég lifi einhverju rosa heilbrigðu lífi, ég sef lítið útaf skólanum, er alltaf stressuð, hreyfi mig lítið og borða skyndibita mjög oft. Langar svo að vita hvort ég sé bara heppin eða hvort það væri einhver ástæða fyrir þessu 🙂

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Í raun má segja að þú sért frekar hraust og ónæmiskerfið (vírusvörnin) þitt virki greinilega  vel og þannig sértu heppin.

Fólk er að meðaltali veikt 3-5 skipti á ári. Það þýðir að sumir eru oftar veikir og aðrir miklu sjaldnar.

Hins vegar er þetta ekki fyrirboði um það að þú verðir alltaf svona hraust eða getir ekki komið þér upp einhverjum lífsstílssjúkdómum seinna meir. Ef þú gengur að góðri heilsu sem sjálfsögðum hlut gætir þú gengið of nærri henni og skemmt hana, svipað eins og með aðrar auðlindir.

Farðu vel með þig og hugsaðu vel um heilsuna þína og þá vonandi verður þú heilsuhraust alla ævina á enda.

Gangi þér vel