Áhrif hvítmygluosta

Sæl veri þið
Ég hef áttað mig á því að eftir át á hvítmygluostum, camenbert, auði o.fl. þá hreint og beint sofna ég – verð afskaplega syfjuð. Hvað getur valdið þessu? Átta mig ekki alveg á því og því langar mig að forvitnast hvort eitthvað sé þekkt í þessum efnum. Ég ætti kannski næst að hafa blóðþrýstingsmæli á mér og fylgjast með hvort eitthvað breytist…
Þætti vænt um að fá svar við þessu 🙂

 

Sæl/l

Takk fyrir fyrirspurnina

Það getur verið eðlilegt að finna fyrir syfju eftir máltíð en að sofna strax án þess að ráða við það getur verið einkenni sem þarf að skoða. Sumar fæðutegundir hafa ólík áhrif á líkamann okkar. Matur eins og kalkúnn og annar próteinríkur matur eins og einmitt ostur, innihalda aminósýruna acidtryptophan sem líkaminn notar til að framleiða serótónín sem getur kallað fram einkenni syfju.

Ég ráðlegg þér að tala við heimilislækni til ganga úr skugga um að þetta tengist ekki neinu öðru. Syfja eftir máltíðir getur einnig tengst t.d ofnæmi eða efnaskiptakvillum.

Gangi þér vel