afleiðingar innri geisla í krabbameinsmeðferð

Sæl/l
í oktober 2014 greindist ég með leghálskrabbamein og var það farið að dreifa sér út í eitla.
Skurðaðgerð var ekki í boði fyrir mig , heldur geisla og lyfjameðferð og svo innri geislar.
Eftir Innri geislana fékk ég svakaleg einkenni blöðrubólgu en það voru tekin sýni og engin var blöðrubólga og var mér þá sagt að þetta væri sennilega að blaðran hafi orðið fyrir ertingu í innri geislunum, .að tók mig meira en mánuð að losna við þessi einkenni en í staðin sit ég uppi með þvagleka og mig langar að vita hvort að það sé alveg „eðlilegt“ og eins hvort að það sé eitthvað hægt að gera í svoleiðis. ég er bara 45 ára og er ekki alveg tilbúin í að fara ganga með bleyju ;(

 

Sæl.

 

Ég ráðlegg þér að leita til kvensjúkdómalæknis með þetta vandamál en það eru til ýmis ráð við þvagleka s.s. æfingar,hjálpartæki,lyf og jafnvel skurðaðgerð.

 

Gangi þér vel.