Afleiðingar af melatonin?

Daginn, ég er búinn að vera nota melatonin síðan í maí, á hverri einustu nóttu. Ég byrjaði að nota 10mg fyrir 2 vikum úr 5mg, og ég er án efa meira þunglyndur en vanalega.

Getur verið að það sé lyfið sem er að auka á þunglyndi og vanlíðan hjá mér? Samkvæmt upplýsingum frá netinu þá eru einhverjir sem mæla ekki með að taka melatonin til lengri tíma og ekki meir en 5mg á sólarhring heldur.

En hvaða álit hef ég frá ykkur?

kv,

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Melatonin er ekki eins almennt notað hér á Íslandi og víða annars staðar, þá aðallega í Bandaríkjunum. Ein af þeim aukaverkunum sem það er talið geta haft er versnun á þunglyndiseinkennum.

Ég hvet þig til þess að vera í sambandi við þinn heimilislækni m.t.t. hvort ráðlegt sé fyrir frekari töku efnisins og ef ekki þá hvaða önnur úrræði eru í boði til að leysa þinn svefnvanda.

Gangi þér vel