Áfengi, svefnleysi, genatenkt?

Gott kvöld.
Við eru 3 mæðgur sem leitum raða. Við virðumst þola áfengi mun verra en aðrir.meftir 3 glös hvitvins a goðu kvöldi, getum við,ekki sofið. Þetta finnst okkur skritið og langar að vita hvort rað er við þessu annað en að drekka ekki áfengi. Það finnst okkur þo leiðinlegt, við erum ekki alkar. Höldum okkar vini vel. Getur þetta verið genatengt,máf þvi við a sitthvorum aldri höfum alltaf glímt við þetta. Kanski ættum við að borða eða taka vítamín aður en farið er i veislu.
Nokkur lausn fyrir okkur?

Sælar og takk fyrir fyrirspurnina

Áhrif áfengis á svefn eru vel þekkt og eins að fólk sé misnæmt fyrir þeim áhrifum. Áfengi hefur deyfandi áhrif á meðan það er í verkun og getur auðveldað fólki að sofna en helmingunartími er stuttur og niðurbrotsefni áfengis valda streituáhrifum í líkamanum og trufla þannig svefn. Það er því algengt að fólk sé fljótt að sofna eftir að hafa neytt áfengis en þegar líður á nóttina og áfengið fer að líða úr kroppnum vaknar fólk oft upp og á jafnvel erfitt með að sofna aftur vegna þeirra áhrifa sem áfengið hefur meðal annars á hormónabúskap líkamans (streituhormón og hormón sem ræsir þvaglát).

Það er svo einstaklingsbundið hversu mikið hver og einn finnur fyrir þessum áhrifum en fólk er misnæmt fyrir truflunum á svefni. Hvort þetta er genatengt þar sem þið finnið allar 3 fyrir þessum einkennum skal ég ekki segja til um með vissu en það er alveg mögulegt að eitthvað í ykkar hormónabúskap sé svipað vegna ættartengsla sem veldur því að þið bregðist eins við.

Ég á enga töfralausn á þessu fyrir ykkur. Ég tel að þetta sé eitthvað sem þið þurfið að læra inn á og læra að þekkja ykkar viðbrögð og þá stýra áfengisneyslu ykkar eftir því hvernig þið bregðist við og hversu mikið þið eruð tilbúnar að „fórna“ af svefni til þess að geta notið þess að drekka nokkur léttvínsglös á góðum stundum.

Gangi ykkur vel