Afbrýðissemi

Ég hef verið sjúklega afbrýðissamur og stjórnsamur eiginmaður til 17 ára. Var nýlega að frétta að þetta gæti stafað af einhverjum boðefnaskorti. Með öðrum orðum að þetta væru viðbrögð sem ég réði ekki við og hægt væri að fá lyf við. Er þetta tilfellið.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég vil byrja á að hrósa þér fyrir að senda inn þessa fyrirspurn. Með því ertu búinn að stíga fyrsta skrefið í að viðurkenna vandann og ert þá mögulega tilbúinn til þess að finna lausn á honum. Ég finn engar upplýsingar um þessa tilgátu um boðefnaskort.  Flestir eru sammála að um sé að ræða hegðun/tilfinningu  sem einstaklingur ræður illa við og getur þurft aðstoð við að ná stjórn á. Upp úr slíkri hegðun getur myndast kvíði og þunglyndi sem hægt er að meðhöndla með lyfjagjöf en algengasta og hingað til árangursíkasta meðferðin er hugræn atferlismeðferð. Ég ráðlegg þér að ræða við lækninn þinn og fá frekari upplýsingar og mögulega getur hann bent þér í rétta átt.

Gangi þér vel