ælupestin

Sæl ég hef svona smá áhyggjur af henni 6 ára dóttur minni,, hun er að fá ælupestina,hita og fleirra 2 sinnum á stuttum tíma er það einhvað sem eg þarf að hafa áhyggjur af,,hvort eg ætti að láta kíkja á hana?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki óalgengt að börn fái ítrekað magapest, séu lengi að ná sér eða jafnvel að æla nokkur kvöld í röð en ekkert þess á milli.

Hins vegar er ágætt að komast að því hvort eitthvað annað sé á ferðinni þannig að ef þetta heldur áfram þá mæli ég með því að þú heyrir í lækni.

Gangi ykkur vel