Aðgerð á raddböndum

Góðan daginn, ég var í aðgerð fyrir fjórum dögum til að fjarlægja blöðru á öðru raddbandinu. Ég hafði lengi verið með hæsi og bólgur eftir langvarandi bakflæði þegar þetta greinist. Ég átti að forðast allt tal og óþarfa ræskingar í 3 daga, sem ég fylgdi alveg, og má svo byrja að tala hægt og rólega. Eða það eru í raun einu upplýsingar sem ég fékk og hafa nú nokkrar spurningar dúkkað upp.
Það virðast vera mjög skiptar skoðanir á þessu milli lækna og mismunandi upplýsingar um hvenær má byrja að tala og þjálfa röddina, og ég á ekki endurkomu til læknisins fyrr en eftir 2 vikur.
Hvenær má ég byrja að fara til raddþjálfa?
Ég er örlítið byrjuð að tala, en röddin er hás og skýjuð, á ég að halda áfram að þaga?
Hvenær er mér óhætt að byrja að syngja?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er æskilegt að hvíla raddböndin amk fram að næstu komu til læknis eftir 2 vikur. Þú mátt fara að tala eðlilega en eftir getu,þarft ekki að þaga alveg en ferð hægt af stað. Þú skalt hvorki syngja né fara til raddþjáfla fyrr en í fyrsta lagi eftir endurkomutímann eftir 2 vikur.

 

Gangi þér vel.