Að stækka eftir tvítugt

Sæl,
ég er 20 ára stúlka sem vill í alvörunni ekkert heitar en að stækka um þó nokkra cm. Mér hefur alla tíð verið strítt útaf hæðinni og fæ daglega athugasemdir varðandi hana. Mig langar svo til að vita hvort það sé einhver leið að stækka eftir þennan aldur. Ég veit þetta tengist vaxtarlínunni og hvort hún sé enn til staðar en lítum svo á málið að hún sé ekki enn til staðar, er þá engin leið til að fá hormón og stækka? Engin leið að brjóta upp bein eða bara EINHVAÐ. :(???

Endilega látið mig vita, þetta eru örþrifatímar :((((

 

Sæl.

Það er mjög sjaldan að gripið er inn í vaxtarþroska barna. Litið er til hæðar foreldra og skyldmenna og fundið út meðaltalsgildi sem afkomendur geta vænst þess að verða há en síðan getur verið eðlilegt að það frávik frá því gildi sé 10 cm í hvora átt. Þannig getur verið allt að 20 cm hæðarmunur á fullvaxna bræðrum eða systrum. Vaxtarlínur eru nær alltaf lokaðar við 20 ár aldur og eftir því sem ég þekki eru ekki aðrar aðferðir til að lengja bein nema með strekkingu sem er mjög sjaldgæf og umfangsmikil aðgerð.

Við erum öll mismunandi gerð af náttúrunnar hendi,stór og smá,fingerð eða stórgerð,slæma húð,þunnt eða þykkt hár,skalla,litlar tennur,stórar tennur,gengur vel eða illa í skóla eða íþróttum og svona má endalaust telja. Það eru allir óánægðir með eitthvað í sínu fari eða útliti, og ekkert síðri þeir sem maður telja líta mjög vel út. Maður verður að muna að sjálfstraust og ánægja kemur innan frá og staðreyndin er sú að fæstir eru að spá í hvernig aðrir líta út því þeir eru svo uppteknir af því hvernig þeir sjálfir líta út. Oft er það líka þannig að ef maður fer að líta í kringum sig að það eru miklu fleiri sem hafa sömu einkenni og maður sjálfur án þess að maður taki eftir því dags daglega. Það er sjálfsagt fyrir þig að leita til þíns heimilislæknis með þínar áhyggjur en fyrst og fremst skaltu rækta sjálfa þig og þykja vænt um þig eins og þú ert.

 

Gangi þér vel