Að sjá tvöföld bílljós?

Hver getur verið ástæðan fyrir því að maður sjái tvöfalt? Þetta á einkum við um ljós á bifreiðum þegar þau birtast í fjarska, að þá birtast í raun tvö sett af ljósum, þ.e. annað sett af ljósum, „falsljós“ nokkuð fyrir ofan þau réttu. Eftir því sem bifreiðin færist nær, færast „falsljósin“ nær hinum réttu og renna að lokum saman við þau. Hver getur skýringin verið?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að sjónin breytist og með hækkuðum aldri er ekki óalgengt að fólk fari að taka eftir versnandi sjón í myrkri (bílljós verða tvöföld eða mynda stjörnur til dæmis). Ástæðurnar geta verið ýmsar allt frá slæmum augnþurrki eða jafnvel ský á auga (cataract).

Ég hvet þig til þess að panta tíma hjá augnlækni og fá skoðun og aðstoð.

Gangi þér vel