að nota lyf saman

Góðan dag…. ég hef verið að nota sertral/sertraline við kvíða og þunglyndi og gengið vel,,,,núna skrifaði heimilislæknirinn minn uppá sumontil. vegna vefjagigtar sem ég hef verið með í mörg ár. hef reyndar ekki viljað síðustu ár fá lyf við vefjunni vegna margra aukaverkana af þeim lyfjum.. er að spá hvernig þessi lyf fara saman og hvort mælt sé með að þauséu tekin saman

með bestu kveðju Kristín.

 

Sæl,Kristín.

Þér er óhætt að taka Surmontil og Sertral á sama tíma.

Gangi þér vel