Að jafna sig eftir aðgerð.

Komið þið sæl.

Mig langar að forvittnast, núna eru tæpar 2 vikur að ég fór í aðgerð þar sem heingd var upp þvagblaðran, vegna böðru sigs, mér var sagt að ég ætti að taka því mjög rólega og mér er bannað að reina á mig td má ekki standa leingi, ekki lifta þungu , ekki teigja mig, ekki beigja mig eftir hlutum.
Nú á ég eftir að vera heima í ca 3 vikur, hvenar má ég fara í td. göngutúr?
Má ég fara gangandi að ná í börnin í leik- og grunnskóla?

Kv. jelc.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þó svo talað sé um ráðlagða hvíld í 6 vikur þá fer þetta einnig eftir aldri, líkamlegri og andlegi líðan. Óhætt er að fara í léttar gönguferðir fyrr en hafa í huga að forðast alla áreynslu. Hér er mikilvægt að hlusta á líkamann og fara hægt af stað.

Gangi þér vel.