Að hætta á pillunni

Sæl, ég er 48 ára og er enn á pillunni, er mér óhætt að hætta eða er betra að hafa samband við læknir fyrst.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég set hér tengil á leiðbeiningar um getnaðarvarnir frá Landlækni og bendi þér á að lesa kaflann um getnaðarvarnir eftir fertugt.  Þú ættir að panta tíma hjá lækni og ræða við hann um þessi mál. Ef þú er ekki hætt að hafa blæðingar þarftu ennþá að huga að getnaðarvörnum en það er ekki víst að pillan sé sú rétta fyrir þig.

Gangi þér vel