Að gleyma að taka lyfja skammt í einn dag, er það í lagi?

Maðurinn minn tekur lyfin: hjarta asperin, atenol mylan, Amlo, Simvastatin  og Esopram.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Afar mikilvægt er að taka lyfin reglulega eftir fyrirsögn læknis og missa ekki úr skammta. Sum lyf frásogast hraðar en önnur og því skiptir þetta mismiklu máli.  Við gerum þó öll einhver mistök í lífinu og margir lenda í því að gleyma lyfjunum sínum.  Sumir finna strax muninn og muna þá eftir þeim.  Varðandi það að gleyma að taka lyfin sem þú telur upp einu sinni í  1 sólarhring  þá er bara að taka inn venjulegann dagsskammt næst  ( ekki tvöfalda skammtinn) og halda sínu striki.

Ýmis ráð eru til, til þess að aðstoða fólk sem gleymir að taka lyf, við að muna eftir þeim t.d. að setja áminningu í gsm eða stilla klukku sem hringir. Ráðlegt er að kynna sér slíkar leiðir ef lyf eru ítrekað að gleymast.

Gangi ykkur vel