Activelle

Góðan dag,
Ég er rétt rúmlega sextug og hef takið Activelle í nokkur ár. Ákvað síðan að minnka skammtinn niðrí 4x í viku sem gekk vel. Fyrir nokkru ákvað ég að hætta inntöku, en þá byrja hitakóf á fullu á nóttinni. Er ekki í lagi að byrja inntöku aftur og þá kannski á 3ja daga fresti?

Sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Í sérlyfjaskrá stendur eftirfarandi um þetta lyf:

Áður en uppbótarmeðferð með hormónum hefst, eða er hafin á ný, skal heildarmat lagt á heilsufarssögu viðkomandi auk þess sem kanna á fjölskyldusögu. Líkamlegt ástand skal skoðað (þar með talið grindarhol og brjóst) með tilliti til þessa mats, frábendinga og varnaðarorða við notkun lyfsins. Meðan á meðferð stendur er mælt með reglulegu eftirliti og skal tíðni og eðli eftirlitsins ákvarðað fyrir hverja konu fyrir sig.

Það er því best fyrir þig að ræða við lækninn þinn, hvort og hvernig best er fyrir þig að haga þessari lyfjagjöf.

Gangi þér vel